top of page

Þjónustuskilmálar 

Pikkoló ehf.

  • facebook
  • instagram
  • twitter

Skilmálar þessir (hér eftir „skilmálarnir“) um þjónustu Pikkoló ehf., kt. 441220-0810 (hér eftir „Pikkoló“), eru óaðskiljanlegur hluti þjónustusamnings milli fyrirtækis (hér eftir „fyrirtækið“) og Pikkoló (hér eftir „samningurinn“).

 

Með því að nota þjónustu Pikkoló lýsir fyrirtækið því yfir og staðfestir að af þess hálfu hafi skilmálarnir verið lesnir yfir og samþykktir í heild sinni. Sá sem staðfestir skilmálana með undirritun samningsins fyrir hönd fyrirtækisins staðfestir að viðkomandi hafi umboð til þess að samþykkja skilmálana fyrir hönd fyrirtækisins og að fyrirtækið muni virða skilmálana og fara að þeim í einu og öllu.

  1.   Þjónustan

1.1.

Pikkoló rekur snjalldreifikerfi fyrir matvöruverslanir á netinu. Meginmarkmið Pikkoló er að veita viðskiptavinum matvöruverslana og fyrirtækja í áskriftarþjónustu tækifæri á að nálgast mat- og dagvörur í nærumhverfi sínu með snjallari og umhverfisvænni hætti. Þetta er gert með því að tengja matvöruverslanir á netinu og fyrirtæki sem bjóða upp á áskriftarþjónustu á netinu við vefþjónustu Pikkoló. Vefþjónusta Pikkoló býður viðskiptavinum fyrirtækja að nálgast keyptar matvörur í kældum sjálfsafgreiðslustöðvum Pikkoló. 

 

1.2.

Á grundvelli skilmála þessara felst þjónusta Pikkoló í því að sækja pantanir í verslanir og dreifa í valdar sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló. Almennt þurfa viðskiptavinir að vera búnir að versla fyrir klukkan 23:59 til þess að vörur séu reiðubúnar í sjálfsafgreiðslustöðvum Pikkoló næsta dag. Miðað er við að búið sé að dreifa öllum vörum í sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló fyrir kl. 15 daginn eftir að pöntun berst.

 

1.3.

Ef matvöruverslanir vilja lengdan pöntunarfrest fyrir viðskiptavini sína er hægt að semja um það sérstaklega við Pikkoló. 

 

2.      Skilgreiningar

2.1.

Í skilmálum þessum gilda eftirfarandi skilgreiningar nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiði af orðalagi skilmálanna:

2.1.1

Aðgangstýring: Viðskiptavinur þarf að skanna einnota QR kóða til þess að opna sjálfsafgreiðslustöð. Inni í sjálfsafgreiðslustöðinni eru læst hólf með pöntun viðskiptavinar sem opnast þegar viðskiptavinurinn skannar QR kóðann.

 

2.1.2.

Sjálfsafgreiðslustöð: Er aðgangsstýrt smáhýsi sem inniheldur kælikerfi og frystihólf fyrir pöntun viðskiptavinar sem hann getur nálgast í þeirri sjálfsafgreiðslustöð sem hann hefur valið.

2.1.3.

Afhending: Afhending á pöntun telst hafa farið fram þegar viðskiptavinur hefur virkjað QR kóða í sjálfsafgreiðslustöð, nálgast pöntun og yfirgefið sjálfsafgreiðslustöð.

2.1.4.

Fyrirtæki í áskriftarþjónustu: Fyrirtæki sem bjóða viðskiptavinum upp á matarpakka í áskrift.

2.1.5.

Dreifing: Pikkoló sér um að sækja pantanir í matvöruverslanir og dreifa þeim í valdar sjálfsafgreiðslustöðvar.

 

2.1.6. 

Fyrirtækið: Matvöruverslun eða fyrirtæki í áskriftarþjónustu.

2.1.7.

Matvöruverslun: Verslun sem selur mat- og dagvörur á netinu.

2.1.8.

Pikkoló snjalldreifikerfi: Snjalldreifikerfi fyrir matvöruverslanir á netinu sem samanstendur af vefþjónustu Pikkoló (e. API), sjálfafgreiðslustöðvum og hug- og vélbúnaði til að fylgjast með pöntunum í gegnum dreifingu.

2.1.9.

Pöntun: Ein pöntun er matarkarfa viðskiptavinar sem viðskiptavinur getur nálgast í sjálfsafgreiðslustöð.

2.1.10.

Pöntunarfrestur: Almennt þarf viðskiptavinur að versla fyrir kl. 23:59 til þess að geta sótt pöntun í valda sjálfsafgreiðslustöð Pikkoló næsta dag. 

2.1.11.

QR kóði: einnota kóði sem viðskiptavinur fær sendan til að komast inn í sjálfsafgreiðslustöð og nálgast pöntun. Hver kóði er virkur í 15 mínútur frá því hann er virkjaður.

2.1.12.

Starfsmaður: Starfsmaður á vegum Pikkoló.

2.1.13.

Vefþjónusta Pikkoló: Er hugbúnaður sem tengir vefverslun fyrirtækja við snjalldreifikerfi Pikkoló. Með þeim hætti geta fyrirtæki fengið  rauntímaupplýsingar um það hvort laust pláss sé í sjálfsafgreiðlsustöð.

2.1.14.

Vefumhverfi Pikkoló: Er vefsíða sem er tengd við vefþjónustu Pikkoló fyrir starfsmenn fyrirtækja þar sem þeir geta fengið yfirlit yfir pantanir.

2.1.15.

Viðskiptavinur: Einstaklingur sem verslar mat- og dagvöru á netinu og velur að fá afhent í sjálfsafgreiðslustöð.

2.1.16.

Vörur: Mat – og dagvara sem afhent er í sjálfsafgreiðslustöð.

2.1.17.

Öryggiskerfi: Við inngang sjálfsafgreiðslustöðvar er aðgangsstýring og inni í sjálfsafgreiðslustöð er myndavélakerfi og skynjarar sem vakta hitastig allan sólarhringinn. 

2.1.18.

CO2 Kælikerfi: Sjálfsafgreiðslustöðvar eru kældar með CO2 kælikerfi. Inni í sjálfsafgreiðslustöð eru gasmælar sem gera viðvart ef gasleki á sér stað inni í sjálfsafgreiðslustöðinni. Ef leki á sér stað fer viðvörun af stað í hátalara inni í sjálfsafgreiðslustöð og þá fer rauð viðvörunar bjalla í gang utan á sjálfsafgreiðslustöðinni sem þýðir að ekki má fara inn í sjálfsafgreiðslustöðina vegna gasleka. 

 

3.      Pantanir viðskiptavina

3.1.

Pöntun er móttekin þegar viðskiptavinur fyrirtækisins hefur valið sjálfsafgreiðslustöð sem afhendingarstað og gengið frá greiðslu á innkaupum í vefverslun fyrirtækisins.

 

3.2.

Um leið og pöntun er komin í sjálfsafgreiðslustöð fær viðskiptavinur smáskilaboð og tölvupóst með einnota QR kóða sem skannaður er við inngang á sjálfsafgreiðslustöð. 

4.      Afhending pöntunar hjá verslun eða fyrirtæki sem veitir áskriftarþjónustu

4.1.

Verslun skal skrá upplýsingar í vefþjónustu Pikkoló fyrir hverja pöntun sem starfsmaður Pikkoló skal sækja í matvöruverslun. Upplýsingarnar eru notaðar til að auðkenna pöntun með raðnúmeri (strikamerki) og skrá í hvaða sjálfsafgreiðslustöð varan verður sótt til  þess að meta fjölda kæli/frysti-hólfa og ákvarða dreifingu. 

 

4.2.

Pikkoló sækir pantanir til fyrirtækisins samkvæmt fyrirfram upplýstu tímaplani og þurfa pantanir að vera tilbúnar til afhendingar þegar starfsmaður Pikkoló kemur að sækja pantanir. 

 

4.3.

Ef fyrirtækið sér fram á að seinkun verði á því að hægt verið að afhenda starfsmanni Pikkoló pöntun eða pantanir verður fyrirtækið að tilkynna seinkun á afhendingu í gegnum vefþjónustu Pikkoló eða símleiðis með minnsta kosti klukkutíma fyrirvara. 

 

4.4.

Ef seinkun á afhendingu fer yfir 15 mínútur þegar starfsmaður Pikkoló er mættur til fyrirtækisins leggst seinkunargjald samkvæmt verðskrá ofan á sendinguna.

 

4.5.

Akstur frá fyrirtækinu til sjálfsafgreiðslustöðvar er innifalinn í því verði sem greitt er fyrir þjónustuna samkvæmt gjaldskrá. Um skil á vörum fer samkvæmt grein 7.4. 

 

5.      Rúmmál pöntunar og aðrar takmarkanir

5.1.

Ef rúmmál pöntunar fer yfir það sem rúmar eitt hólf (70x42x38cm) eða þyngd pöntunar fer yfir 30 kg

greiðir fyrirtækið fyrir næsta hólf samkvæmt gjaldskrá.  

 

5.2.

Við það er miðað að matvæli í sendingu séu forpökkuð og megi vera í 0-4 gráðum. Frystivara skal vera skilmerkilega merkt af hálfu fyrirtækisins og höfð í sérmerktum poka/kassa í sendingu. 

 

5.3.

Fyrirtækið skal ekki senda vörur sem geta skapað hættu eða óþægindi fyrir starfsmann eða dreifikerfi Pikkoló, vörur sem stafar af eld- eða sprengihætta og önnur sambærileg hættuleg efni. Hið sama gildir um vörur sem í eðli sínu, eða sökum óvandaðra umbúða, geta skaðað starfsmann eða óhreinkað eða skemmt aðrar sendingar eða sjálfsafgreiðslustöð.

 

5.4.

Pikkoló áskilur sér rétt að hafna sendingu ef pakningar eru óásáttanlegar að mati Pikkoló eða sendingar fara yfir hámarks rúmmál/þyngd sendinga. 

 

6.      Gjaldskrá

6.1.

Fyrirtækið skal greiða Pikkoló fyrir þá þjónustu sem Pikkoló veitir í samræmi við gjaldskrá (hér eftir „gjaldskráin“) sem skal vera aðgengileg á www.pikkolo.is. Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti.

 

6.2.

Pikkoló sendir fyrirtækinu reikning vegna þjónustu Pikkoló um hver mánaðarmót. Reikning skal greiða fyrir eindaga (5 dögum frá mánaðarmótum).

 

6.3.

Pikkoló áskilur sér rétt til að breyta gjaldskránni og er fyrirtækinu send tilkynning um uppfærða gjaldskrá 30 dögum áður en hún tekur gildi. 

 

7.      Ábyrgð á vörum o.fl.

7.1.

Fyrirtæki ber ábyrgð á að vörur í sendingu séu í samræmi við pöntun viðskiptavinar, þ.m.t. ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til og eða hvort seld hafi verið staðgönguvara.

 

7.2.

Fyrirtæki ber ábyrgð á að merkja frystivöru skilmerkilega bæði í vefþjónustu Pikkoló og vörurnar sjálfar áður en þær eru afhentar starfsmanni Pikkoló.

 

7.3.

Fyrirtæki ber ábyrgð á göllum á matvöru sem er ekki rakið til flutninga Pikkoló. 

7.4.

Fyrirtæki ber ábyrgð á matvöru og samskiptum við viðskiptavin um vörur sem viðskiptavinur ákveður að skila.

7.5.

Pikkoló ber ábyrgð á vörum sem afhentar eru í sjálfsafgreiðslustöð og er tímabil ábyrgðarinnar skilgreint þannig:

 

7.5.1.

Upphaf ábyrgðar miðast við þann tíma þegar starfsmaður Pikkoló móttekur pöntun. Til staðfestingar á móttöku skal starfsmaður Pikkoló skanna inn raðnúmer pöntunar sem fyrirtækið setti í snjalldreifikerfi Pikkoló.

 

7.5.2.

Lok ábyrgðar miðast við þann tíma þegar viðskiptavinur sækir pöntun í sjálfsafgreiðslustöð. Afhending telst hafa farið fram þegar viðskiptavinur yfirgefur sjálfsafgreiðslustöð í kjölfar notkunar á QR kóða.

 

7.6.

Pikkoló ber ábyrgð á réttri hitastýringu pöntunar í sjálfsafgreiðslustöð, ef fyrirtækið hefur merkt frystivöru skilmerkilega bæði í vefþjónustu Pikkoló og pöntunina sjálfa, sbr. grein 7.2.

 

7.6.1.

Ef pöntun týnist, skemmist, eða er afhent röngum viðskiptavini, á meðan hún er á ábyrgð Pikkoló, eins og nánar er tilgreint í gr. 7.5.1., getur fyrirtækið krafist skaðabóta frá Pikkoló. Hámarksfjárhæð skaðabóta skal miðast við innkaupsverð pöntunar í sendingu en þó aldrei hærri en 45.000 kr. per pöntun og þarf fyrirtækið að sýna fram á kvittun fyrir innkaupsverði.

7.6.2.

Pikkoló ber ekki ábyrgð á óbeinu tjóni sem verður vegna seinkunar á afhendingu eða ef pöntun týnist, skemmist eða er afhent röngum viðskiptavini.

 

7.7.

Afhending á pöntun getur raskast ef mikið álag verður á Pikkoló snjalldreifikerfinu, færð eða veður geta spilt áætlunartíma afhendinga, eða pöntun er illa merkt af hálfu fyrirtækis. Í slíkum tilvikum mun Pikkoló upplýsa viðskiptavini um seinkunn í gegnum textaskilaboð (SMS) og/eða tölvupóst. 

 

7.8.

Ef sjálfsafgreiðslustöð bilar eða liggur niðri, kann þjónusta Pikkoló að verða tímabundið óaðgengileg fyrir viðskiptavini án réttar til bóta.

 

7.9.

Að frátalinni ábyrgð skv. grein 7.6.1., ber Pikkoló ekki ábyrgð á óþægindum eða galla í sjálfsafgreiðslustöðvum, eða ef sjálfsafgreiðslustöð bilar eða liggur niðri sem leiðir til þess að sjálfsafgreiðslustöð verður tímabundið óaðgengileg – t.d. vegna galla í stýrikerfum, netkerfum eða vegna rofs á þjónustu vegna rafmagnsbilunar, truflana á fjarskiptaþjónustu eða vegna atvika sem lýst er í grein 7.10.

 

7.10.

Hvorugur aðili skal teljast brotlegur gegn skilmálum þessum eða ábyrgur gagnvart hinum eða viðskiptavinum ef orsök er að rekja til atvika sem viðkomandi aðili hefur ekki á valdi sínu (force majeure). Óviðráðanleg atvik í þessum skilningi eru m.a. en ekki einskorðuð við náttúruhamfarir, styrjaldir eða almennar óeirðir, aðgerðir opinberra aðila sem gera efndir ómögulegar, vinnudeilur o.þ.h. 

 

8.   Samskipti við viðskiptavini

8.1.

Pikkoló ber ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini vegna afhendingar á vörum í sjálfsafgreiðslustöðvum.

 

8.2.

Pikkoló er heimilt að senda viðskiptavinum tilkynningar í tölvupósti og/eða með textaskilaboðum (SMS) með upplýsingum sem varða pantanir, svo sem upplýsingum um hvar og hvenær pöntun viðskiptavinar er tilbúin til afhendingar, QR kóða sem viðskiptavinur notar til þess að nálgast pöntun, fyrirspurnum til viðskiptavina um hvernig þeim líkaði þjónustan, og eftir atvikum öðrum upplýsingum er varða pantanir eða þjónustu Pikkoló.

 

8.3.

Pikkoló ber ekki ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini að öðru leyti vegna pantana (og þeirra vara sem þar eru) sem afhendar eru í sjálfsafgreiðslustöðvum. Pikkoló tekur þannig ekki að sér milligöngu eða ber nokkra ábyrgð vegna ágreinings á milli viðskiptavina og matvöruverslana eða fyrirtækja í áskriftarþjónustu, vegna vara sem viðskiptavinur hefur nálgast í sjálfsafgreiðslustöðvum nema ástand vara megi rekja til atvika sem lýst er í grein 7.6.1. Þannig ber viðskiptavini að leita beint til fyrirtækisins sem ber ábyrgð á greiðslu bóta vegna galla, afhendingardráttar eða vegna annarra þeirra vanefndaúrræða sem standa viðskiptavini til boða. Helst því viðskiptasamband fyrirtækisins og viðskiptavina óbreytt og þeir viðskiptaskilmálar sem um kaupin gilda.

 

8.4.

Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup, nú nr. 48/2003 og laga um neytendasamninga, nú nr. 16/2016, eftir því sem við þá þegar viðskiptavinur er neytandi.

 

9.   Persónuupplýsingar

9.1.

Pikkoló skráir rafrænt þær persónuupplýsingar sem berast. Pikkoló heldur úti gagnagrunni sem nær yfir upplýsingar um viðskiptvin, viðskiptasögu og athugasemdir. 

 

9.2.

Pikkoló er ábyrgðaraðili, sameiginlegur ábyrgðaraðili með fyrirtækinu eða eftir atvikum vinnsluaðili, sbr. lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018, eins og þeim kann að verða breytt á hverjum tíma, eingöngu í tengslum við upplýsingar sem veittar hafa verið í tengslum við þjónustu Pikkoló eins og henni er lýst í skilmálum þessum.

 

9.3.

Réttindi og skyldur Pikkoló og fyrirtækis í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga koma fram í persónuverndarstefnu Pikkoló sem aðgengileg er á www.pikkolo.is, og í samningi fyrirtækisins og Pikkoló um skiptingu ábyrgðar eða, eftir atvikum, vinnslusamningi milli fyrirtækisins og Pikkoló.

 

10.   Breytingar á þjónustuskilmálum

10.1.

Pikkoló áskilur sér rétt til að breyta skilmálunum á hverjum tíma en það skal þó tilkynnt með a.m.k. 15 daga fyrirvara. Pikkoló mun tilkynna fyrirtæki um breytingar á skilmálunum með tölvupósti og með því að gera nýju skilmálana aðgengilega á www.pikkolo.is.

 

10.2.

Haldi fyrirtæki áfram að nota þjónustu Pikkoló eftir að breyttir skilmálar hafa tekið gildi telst það hafa samþykkt þá.

 

10.3.

Hafni fyrirtæki hinum breyttu skilmálum innan framangreinds tímabils, telst sú höfnum jafngilda uppsögn á samningnum með 30 daga fyrirvara og gilda á því tímabili þeir skilmálar sem síðast voru í gildi milli aðila með samþykki beggja.

 

11.    Lok þjónustu

11.1.

Pikkoló er heimilt að loka á þjónustuna við matvöruverslun eða fyrirtæki í áskriftarþjónustu ef Pikkoló hefur ástæðu til að ætla að fyrirtækið misnoti þjónustuna eða brjóti gegn skilmálunum. Sama á við ef matvöruverslun eða fyrirtæki í áskriftarþjónustu er í vanskilum lengur en 15 daga með greiðslur sem Pikkoló hefur krafið um með réttmætum hætti samkvæmt skilmálum þessum.

 

11.2.

Pikkoló er sömuleiðis heimilt að loka á þjónustuna ef fyrirtæki unir ekki breytingu á skilmálunum innan 15 daga frá því að fyrirtækið fékk um þá tilkynningu eða ef fyrirtækið hafnar nýrri gjaldskrá skv. 6. gr.

 

11.3.

Óski aðili eftir að segja upp samningssambandi við gagnaðila skal tilkynningu þess efnis beint til gagnaðila með sannanlegum hætti. Uppsögn tekur gildi frá og með næstu mánaðamótum eftir að hún er móttekin.

 

12.    Notendaupplýsingar

12.1.

Notendanafn, lykilorð, vefþjónustulyklar (e. API keys) og aðrar samskiptaupplýsingar sem Pikkoló kann að láta fyrirtæki í té við stofnun viðskiptasambands teljast til notendaupplýsinga fyrirtækisins í vefumhverfi Pikkoló.

 

12.2.

Fyrirtæki ber skýlaus skylda til að tryggja leynd notendanafns,  lykilorðs og vefþjónustulykla. Ef minnsti grunur er um að óviðkomandi aðili hafi komist yfir notendanafn, lykilorð og eða vefþjónustulyka lykilorð skal fyrirtæki strax skipta um auðkenni og tilkynna til Pikkoló ef það verður vart við tilraunir til aðgangs frá óviðkomandi aðilum.

 

12.3.

Fyrirtæki ber alla ábyrgð á eigin notendaupplýsingum og Pikkoló ber enga ábyrgð ef þriðji aðili kemst yfir upplýsingarnar.

 

 

13.    Annað

 

13.1.

Fyrirtæki er óheimilt að framselja réttindi sín eða skyldur samkvæmt skilmálum þessum nema með fengnu fyrirfram skriflegu samþykki Pikkoló.

 

13.2.

Pikkoló er heimilt að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt skilmálum þessum eða samningum aðila í heild eða að hluta til þriðja aðila án samþykkis fyrirtækis.

 

13.3.

Komi til þess að ákvæði skilmála þessara verði metið andstætt lögum skal það ákvæði teljast ógilt en önnur ákvæði skulu að öðru leyti standa óbreytt og halda áfram gildi sínu milli Pikkoló og fyrirtækisins.

 

13.4.

Pikkoló er heimilt að flytja eignarhald að Pikkoló að hluta eða öllu leyti til þriðja aðila ásamt öllum þeim upplýsingum sem Pikkoló hefur að geyma, án samþykkis fyrirtækisins. Sama gildir um hvers konar önnur lagaleg eigendaskipti að Pikkoló. Yfirfærsla eignarhalds eða önnur lagaleg eigendaskipti er varða Pikkoló, að hluta eða öllu leyti, hefur engin áhrif á skilmálana eða samninginn. Yfirfærist eignarréttur að Pikkoló skal litið á tilvísun til Pikkoló í skilmálunum sem tilvísun til nýs eiganda/eigenda Pikkoló.

 

13.5.

Öll réttindi og allar skyldur fyrirtækisins og Pikkoló sem tengjast skilmálunum fara samkvæmt íslenskum lögum. Rísi ágreiningur sem á rót sína í skilmálum þessum sem ekki tekst að ljúka með samkomulagi má reka mál þar um fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

 

Skilmálar þessir gilda frá september 2022.

bottom of page